Um InfoCapital

InfoCapital ehf. er íslenskt fjárfestingarfélag stofnað árið 2009 með áherslu á fjártækni og gagnadrifnar, sjálfvirkar lausnir sem stytta boðleiðir milli seljenda og viðskiptavina þeirra. Félagið fjárfestir bæði í skráðum og óskráðum fyrirtækjum og tekur þátt í uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja. Stofnandi og stjórnarformaður InfoCapital er Reynir Grétarsson, frumkvöðull með lögfræðimenntun og mikla reynslu í fjártæknigeiranum. Hann er einnig stofnandi og fyrrum forstjóri og stjórnarformaður Creditinfo Group og fyrrum forstjóri SaltPay á Íslandi.

Reynir Grétarsson

Stjórnarformaður
& stofnandi

Ragnar Dyer

Framkvæmdastjóri
& meðeigandi

Ester Sif Harðardóttir

Forstöðumaður
fjármála

Hákon Stefánsson

Framkvæmdastjóri
& meðeigandi

Um InfoCapital

InfoCapital ehf. er íslenskt fjárfestingarfélag stofnað árið 2009 með áherslu á fjártækni og gagnadrifnar, sjálfvirkar lausnir sem stytta boðleiðir milli seljenda og viðskiptavina þeirra. Félagið fjárfestir bæði í skráðum og óskráðum fyrirtækjum og tekur þátt í uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja. Stofnandi og stjórnarformaður InfoCapital er Reynir Grétarsson, frumkvöðull með lögfræðimenntun og mikla reynslu í fjártæknigeiranum. Hann er einnig stofnandi og fyrrum forstjóri og stjórnarformaður Creditinfo Group og fyrrum forstjóri SaltPay á Íslandi.

Reynir Grétarsson

Stjórnarformaður
& stofnandi

Ragnar Dyer

Framkvæmdastjóri
& meðeigandi

Ester Sif Harðardóttir

Forstöðumaður
fjármála

Hákon Stefánsson

Framkvæmdastjóri
& meðeigandi

Reynir er frumkvöðull með lögfræðimenntun og býr að gríðarlegri reynslu í fjártæknigeiranum. Reynir er stofnandi Creditinfo samsteypunnar og fyrrum forstjóri SaltPay á Íslandi.

Ragnar hefur yfirgripsmikla reynslu af fjármálamörkuðum en hann starfaði þar í 16 ár við markaðsviðskipti, eignastýringu og sem framkvæmdastjóri í 10 ár, seinast sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Kviku banka og stjórnarmaður í TM tryggingum og Kviku Securities London.

Reynsla Ragnars nær einnig til upplýsingatækni en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Creditinfo Group og sem deildarstjóri vefþróunar hjá Símanum.

Ester Sif Harðardóttir

Ester er kraftmikill leiðtogi með víðtæka þekkingu á fjármálum, rekstri og reikningshaldi fyrirtækja. Hún starfaði áður sem forstöðumaður fjármála hjá Samkaupum og þar áður Festi. Ester hefur einnig 10 ára reynslu af endurskoðun hjá Deloitte.

Hákon er reynslumikill stjórnandi með lögfræðibakgrunn og starfaði áður sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Creditinfo. Hákon styður dyggilega við bakið á þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í með þekkingu sinni á lögfræði, rekstri og viðskiptaþróun.

hallo@infocapital.is

Höfðabakki 9
110, Reykjavík