Hinsegin styrkur frá InfoCapital

 
 
 

InfoCapital styrkti í vikunni Samtökin 78 um 5 milljónir króna til að greiða upp yfirdráttarlán sem var orðið mjög íþyngjandi fyrir rekstur félasins.   

“Mér finnst óviðunandi að það sé ekki hægt að halda úti þessari mikilvægu þjónustu og fræðslu samtakanna vegna skorts á fjárhagslegum stuðningi” sagði Reynir Grétarsson, stjórnarformaður InfoCapital.  Hann hvetur öll fyrirtæki að styðja við samtök sem þessi sem sinna svona mikilvægu hlutverki í samfélaginu okkar. 

Starfsemi Samtaka 78 hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og er mikil þörf og eftirspurn eftir ráðgjöf hjá þeim en stjórnendur hafa þurft að grípa til þess ráðs að reka samtökin á yfirdráttarláni undanfarna mánuði til að ná að halda lágmarks starfsemi gangandi.      

Previous
Previous

LearnCove sækir 130 milljónir

Next
Next

Gavia Invest kaupir 16,8% hlut í Sýn