Aðstoð til flóttafólks í Úkraínu

 
 
 

InfoCapital styrkir verkefni sem snúa að móttöku flóttamanna á landamærum Úkrainu og Pólands auk þess að styðja beint við fólk í landinu sem hefur þurft að flýja stríðsástandið.

“Það er sérstakt að byrja hvern dag á að kanna hvort að einhver sem maður þekkir vel hafi verið virkur nýlega á Messenger, til að athuga hvort hann sé lifandi”.
Segir Reynir Grétarsson, eigandi og formaður stjórnar InfoCapital.

Úkraínski félagi hans, Yevgeniy, er nú í þeirri ótrúlegu stöðu að vera orðinn hermaður sem berst fyrir sjálfstæði og frelsi lands síns. Kona hans og dætur eru nú komnar í öruggt skjól í öðru landi.

Previous
Previous

InfoCapital styrkir uppbyggingu og rekstur skóla í Kenía

Next
Next

Svartigaldur hlýtur viðurkenninguna Google Premier Partner!