InfoCapital styrkir uppbyggingu og rekstur skóla í Kenía

 
 
 

InfoCapital er einn aðalstuðningsaðili íslensku Barnahjálparinnar um uppbyggingu og rekstur á skólastarfi fyrir börn í Kenýa. Barnahjálpin rekur 3 skóla á svæðinu sem ganga undir heitinu Harvest skólarnir en í þeim eru um 550 börn.

Menntun er máttur. Markmið Barnahjálparinnar er að bjóða börnum og unglingum upp á að sækja skóla og stunda nám. Nemendurnir koma frá allra fátækustu fjölskyldum og voru valin inn í skólann vegna þess að fjölskyldur þeirra gátu ekki séð fyrir þeim eða boðið þeim uppá skólagöngu. Öll börnin fá hádegismat í skólanum en þar að auki eru um 180 börn í heimavist, búa í skólanum og fá þar morgun-og kvöldmat. Það er því eins og að vinna í happdrætti að komast að í Harvest skólanum hjá Barnahjálpinni því við slíka hjálp gerbreytist oft líf fjölskyldunnar allrar.

Íslenska barnahjálpin var stofnuð árið 2015 til að standa á bak við starf Þórunnar Helgadóttur í Kenía. Síðan þá hefur barnahjálpin vaið fiskur um hrygg. Samtökin eru rekin sem almannaheillafélag sem starfar yfir landamæri.

Previous
Previous

Gavia Invest kaupir 16,8% hlut í Sýn

Next
Next

Aðstoð til flóttafólks í Úkraínu